Félagsfærni á samfélagsmiðlum þarf að kenna og er sú kennsla fyrst og fremst í höndum foreldra. Hér eru mikilvæg atriði rædd, bent á góða tengla og útprent til að nýta í samtali.
Samtal um samfélagsmiðla þarf að endurtaka, ekki dugar að eiga það bara einu sinni. Gagnrýnin hugsun er góð undirstaða samfélagsmiðlalæsi og fjölmiðlalæsi. Hér á síðunni er verkfærakista í gagnrýnni hugsun.
Umræðupunktar
Allra mikilvægasta reglan á samfélagsmiðlunum er að bíða og hugsa áður en við sendum skilaboð eða styðjum á tilfinningatjákn (Emoji). Ræddu þetta við barnið og þá hvenær það hefur náð að bíða og hugsa og hvenær ekki. Hvenær finnst barninu erfiðast að hægja á sér og hugsa áður en það bregst við á samfélagsmiðlum - hvenær finnst því það vera auðveldast? Er munur eftir því hvernig barninu líður - eða eftir því hvaða einstaklingar eða aðstæður er um að ræða?
Samfélagsmiðlar eru ekki alslæmir og stundum þarf að átta sig á því hvernig best er að nota þá. Það sem er gott við samfélagsmiðla er að þeir auðvelda okkur að halda sambandi við vini og fjölskyldu - tengja okkur öll meira saman. Þeir geta sumir hjálpað okkur að fá útrás fyrir sköpunarkraftinn og hjálpa okkur að deila útkomunni með öðrum (t.d. tónlist, ýmis konar list og hugmyndum). Við getum stundum notað samfélagsmiðla til að kynnast öðrum sem hafa sömu áhugamál og við. Hvað annað er gott við samfélagsmiðla?
Það sem getur verið slæmt við samfélagsmiðla er að persónuvernd er ekki alltaf sú besta. Því þurfum við að vanda mjög vel efnið sem við látum frá okkur. Börn geta stundum deilt meiru en þau ætluðu sér og gott að ræða vel hverju er í lagi að deila og hvað ekki.
Stundum geta samfélagsmiðlar búið til eineltishegðun (cyberbullying) sem erfitt getur verið að átta sig á í sumum tilfellum. Gott getur verið að ræða hvernig maður getur lagt aðra manneskju í þannig einelti en einnig lent í því sjálfur. Dæmi er: Senda skilaboð sem þú veist að mun særa hina manneskjuna, skrifa athugasemd á vegg annars sem þú veist að mun meiða og særa. Hvað annað er slæmt við samfélagsmiðla?
Einnig getur verið gott að ræða við barnið um þá staðreynd að við getum verið sammála um að vera ósammála einhverjum sem við erum að tala við á samfélagsmiðlum. Það er stundum góð leið til að sýna virðingu og stoppa rifrildi. Það felst ákveðin virðing í því að vera sammála um að vera ósammála.
Góðar og öflugar reglur til að hugsa um
Þessi heimur er alltaf að breytast en eftirfarandi punktar skipta máli í öllum þessum samskiptum samfélagsmiðlana. Best er að hafa fáar en öflugar reglur þegar kemur að notkuninni og mælum við með þessum:
Það getur því verið gott að hafa stað á heimilinu þar sem þú setur símann þinn. Stundum er hægt að setja hann inn í stofu á ákveðin stað til dæmis. Þá er hann minna til taks og ekki alveg eins auðvelt að grípa í hann og skoða. Settu þér ramma um notkunina eftir skóla. Til dæmis væri sniðugt að setja sér fáar en góðar reglur um notkunina eins og að leggja símann alveg til hliðar á ákveðnum tímum. Prófaðu að bíða eftir einhverju og fara ekki í símann (taka frekar eftir umhverfinu) og nota ekki skjá í 1-2 klukkustundir fyrir svefn. Rannsóknir sýna að þeir unglingar sem það gera eiga auðveldara með að sofna og sofa almennt betur. Reyndu að fá foreldra þína til að setja sér sjálfum svona reglur líka.
Stuttar greinar um samfélagsmiðla
Eftirfarandi greinar of fræðsluefni hér á síðunni fara betur yfir margt sem varðar notkun á samfélagsmiðlum og snjalltækjum.
Þessi myndbönd eru áhugaverð og gott að horfa á þau með barninu:
Are you living an Insta Lie? Social Media Vs. Reality (3 min)
FOMO: Our Relationship with Social Media
Samfélagsmiðlar útskýrðir fyrir börn
Bara fyrir foreldra - heimildarmynd ætluð foreldrum um hættur samfélagsmiðla:
Samfélagsmiðla notkun barna hefur í mörgum tilfellum talsverð neikvæð áhrif á líkamsmynd þeirra. Ef slíkt er að gerast hjá þínu barni þá mælum við með verkfærakistu um líkamsmynd.
Þessi síða notar vafrakökur til að stuðla að bættri notendaupplifun.
Með áframhaldandi notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafraka.