Hvað er samkennd? Það er frekar stór spurning, ekki satt? Hér eru nokkur verkefni til að læra hvað samkennd er og hvað það getur gert fyrir þig. Við getum lýst samkennd sem hlýju sem þú sýnir sjálfum/sjálfri þér - skilningi og sanngirni. Hægt er að lesa meira um samkennd hér.

Leiðbeiningar:

Farið í gegnum eftirfarandi spurningar með barninu og munið að prófa sjálf!

  1. Hugsaðu um þau augnablik þegar góð vinkona eða vinur sagði þér að eitthvað slæmt kom fyrir. Kannski féll hún á prófi, skoraði ekki mikilvægt mark eða strákurinn/stelpan sem hún er hrifin af bauð öðrum á stefnumót eða er hrifin/n af einhverjum öðrum. Líklega leið þeim ekki vel. Skrifaðu um þetta hér, hvað gerðist og hvernig leið vinkonu þinni eða vin?
  2. Núna skaltu hugsa um hvað þú sagðir við vinkonu þína eða vin og hvernig þú sagðir það, í öðrum orðum, hvernig tónninn í röddinni var. Skrifaðu um það hér:
  3. Hugsaðu núna um tíma/stund þar sem þér leið mjög illa. Þegar eitthvað gerðist fyrir þig sem lét þér líða eins og algjörum aula, eins og þú passaðir ekki í hópinn, eða værir lítils virði eins og þig langaði að skríða í holu og vera þar það sem eftir er (að eilífu/alltaf). Kannski féllstu á prófi eða skoraðir ekki þetta mikilvæga mark. Stelpan/strákurinn sem þú ert hrifin af er hrifin af einhverjum öðrum. Taktu smá stund til að hugsa um þetta. Skrifaðu um þetta atvik.
  4. Hugsaðu aftur til þessa atviks: Hvað sagðirðu við sjálfa/n þig? Skrifaðu niður orðin og lýstu tóninum í röddinni þinni.
  5. Hverju komstu að? Komstu fram við sjálfa/n þig eins og vin/vinkonu þína?

Já           Nei

Líklega er svarið nei. Staðreyndin er sú að 78% fólks er ljúfara / sýnir öðrum meiri góðvild en sjálfum sér. Svo ef þú ert ein/n af þeim sem gerðir hring um “Nei” af því að þú varst ljúfari við vin/vinkonu en sjálfa/n þig. Engar áhyggjur. Þú ert ekki ein/n. Reyndar er flest fólk eins og þú. Það er ljúfara við fólkið sem það þekkir en dæmir og gagnrýnir sjálfa/n sig harkalega. Afhverju er þetta svona?

Við vitum ekki alveg afhverju. Gæti verið að við séum alin svona upp? Þetta sé partur af menningunni okkar? Okkur sé sagt strax snemma í æsku að það sé mikilvægt að vera góður við aðra en það sé eigingjarnt eða sjálfselska að vera góður/ljúfur við okkur sjálf? Og svo er okkur sagt að við náum ekki árangri eða verðum hamingjusöm í lífinu nema við leggjum mikið á okkur. Við verðum að vera jafn góð og aðrir, ef ekki betri. Afleiðingin er sjálfsgagnrýni, við eigum að gagnrýna okkur sjálf til að ná árangri. Vandinn er að þessi gagnrýni verður of mikil og er bara alls ekki hjálpleg.

Þú ert ábyggilega að hugsa að ef þú ert góð/ur við sjálfan þig muntu bara enda á að horfa á Netflix allan daginn eða Youtube. Að þú munir ekki gera heimavinnuna, fá góðar einkunnir, komist ekki inn í góðan skóla og verðir letihaugur. Sófakartafla.

En þetta er rangt! Rannsóknir sýna að fólk sem er ljúfara við sig er líklegra til að hafa meiri áhuga(hvöt) og koma hlutunum í verk. Af hverju? Af því að það gefur allt sitt án þess að hafa áhyggjur af að mistakast eða gefa undan efanum. Það tekur eftir þegar hlutirnir ganga ekki vel, skoða sig en sleppa svo og halda áfram að reyna. Þau hanga ekki í sjálfsgagnrýni og sjálfsefa.

Við getum verið ljúf/góð/hlý við aðra og okkur sjálf á sama tíma. Það er samkennd.