Í þessari æfingu ætlum við að kynnast tilfinningum betur og læra jafnvel fleiri orð til að lýsa þeim.  Horfið á myndbandið hér að neðan, skoðið tilfinningakortið sem birtist fyrir neðan það (hægt að prenta það út neðst) og skoðið svo umræðupunktana neðst.  Nýtið þetta efni í gott samtal heima um tilfinningar.  Þetta er svo hægt að ræða aftur og aftur.  Til dæmis er hægt að prenta tilfinningakortið út og skoða það saman reglulega.

Horfið á myndbandið:

Myndband sótt af Allir gráta

Hér eru nokkrar algengar tilfinningar:

Umræðupunktar heima við:

  • Foreldri og barn eða fjölskyldan ræða saman um tilfinningar á listanum.
  • Saman finna þau dæmi úr eigin lífi þar sem þau hafa upplifað tilfinningarnar á blaðinu.
  • Ræðið hversu sterkar tilfinningarnar urðu í aðstæðunum, reynið að finna dæmi þar sem tilfinning var mjög sterk/yfirþyrmandi og önnur þar sem hún var væg.
  • Ræðið hvernig þið brugðust við tilfinningunni og hvort það var hjálplegt eða ekki. Ef ekki, ræði hvernig þið vilduð hafa brugðist við, eða hvernig þið viljið gera það í framtíðinni.

Umræðupunktar í bekk:

  • Kennari fer yfir tilfinningar á listanum og biður krakkana í bekknum að gefa dæmi um hvað gæti látið mann upplifa þessar tilfinningar
  • Kennari biður krakkana um að rifja upp atvik þar sem þau upplifðu einhverja tilfinningu á listanum, eða bók, mynd eða þátt þar sem persóna upplifði þessar tilfinningar
  • Á töfluna er gerður listi með dálk fyrir hverja tilfinningu á blaðinu. Fyrir neðan skráir kennari dæmi sem krakkarnir nefna um hverja tilfinningu. Dæmin mega vera persónuleg, uppúr bók eða bíómynd eða frá e-m sem þau þekkja.
  • Farið saman yfir algenga hegðun við þessum tilfinningum. Ræðið hvaða hægt er að gera þegar við upplifum erfiðar tilfinningar sjá grein Að þola það sem er óþægilegt.