Tilfinningu má lýsa með einu orði og við höfum ótalmörg orð yfir tilfinningar. Flest okkar nota mjög fá orð um líðan okkar og eigum erfitt með að átta okkur á hvernig okkur líður þegar okkur líður illa.

Hér er myndband um samband hugsana og tilfinninga og annað þar fyrir neðan um leiðir til að breyta tilfinningaupplifun.  Byrjum á að skoða þau:

 

Skoðum svo tilfinningakortið hér að neðan.  Það auðveldar okkur að átta okkur því hvaða tilfinningar við erum að upplifa - og við lærum fleiri orð til að lýsa þeim.  Skoðið svo umræðupunktana hér að neðan.  Nýtið myndböndin, tilfinningakortið og umræðupunktana til að eiga samtal um tilfinningar. Hægt er að endurtaka það samtal eins oft og þið viljið.  Hægt er að prenta kortið út hér að neðan. 

 

Umræðupunktar:

  • Hvaða tilfinningar kannast þú við á þessum lista?
  • Hverjar eru 5 algengustu tilfinningarnar sem þú finnur fyrir í daglegu lífi?
  • Hvernig væri lífið ef þú gætir losnað við allar erfiðar tilfinningar í þessum lista?
  • Hafa erfiðar tilfinningar eitthvað gildi?
  • Hvaða líkamlegu einkenni tengir þú við tilfinningar?