Þetta er æfing sem hjálpar unglingnum að takast á við aðstæður þegar honum líður illa og tilfinningarnar taka yfir. Þessi æfing þjálfar það að finna fyrst ró, reyna næst að sjá heildarmyndina (fara upp í þyrlu og fljúga yfir) og finna svo lausn.

Gott er að foreldrar fari fyrst yfir æfinguna og taki dæmi um hvernig þau hafa notað þessa aðferð, bæði í dag og þegar þau voru börn. Einnig er hægt að taka ímynduð dæmi til að hjálpa barninu að skilja þessa einföldu en öflugu leið.

Æfinguna er hægt að sækja á PDF sniði hér að neðan.