Það sem ég geri nú þegar í samkennd
Maður getur gert margt til að sýna sjálfum sér samkennd og væntumþyku. Stundum til að fagna einhverju, stundum þegar ekkert sérstakt er í gangi og stundum þegar eitthvað erfitt er að gerast. Það er mikilvægt að geta sent sjálfum sér þau skilaboð að maður sjálfur skiptir máli og megi stundum sýna sér það. Oft er bara mikið að gera en við verðum að læra að slaka reglulega á og vera með sjálfum okkur í ró.
Leiðbeiningar:
Hérna að neðan er listi yfir ýmislegt sem hægt er að gera til sýna sér væntumþykju. Best er að prenta út þessa æfingu. Taktu litaðan penna og gerðu hring utan um þá hluti sem þú gerir nú þegar. Með rauðum penna skaltu krossa yfir þá hluti sem þú vilt alls ekki gera. Það er svo hægt að bæta við einhverju sem þér dettur í hug.
Foreldrar - skoðið líka hvað þið gerið í samkennd fyrir ykkur sjálf.
Listinn hér að neðan getur átt við allan aldur. Hver og einn velur fyrir sig (foreldrar líka) í takt við aldur og þroska. Hver og einn bætir svo líka við listann alla vega 5 atriðum. Prófið að hugsa upp ný atriði saman.
- Horfa á gamanmynd/fyndna mynd.
- Fara út að hjóla.
- Fara út að hlaupa.
- Horfa á heimildarmynd og læra eitthvað nýtt.
- Hugleiddu.
- Fara í leik með yngri bróður eða systur.
- Lesa Harry Potter, The Hunger Games. Eða aðra uppáhalds bók. Kannski í 14. sinn!
- Lesa bók sem þú myndir aldrei lesa fyrir skólann.
- Kúra með heimiliskettinum.
- Fara í sund.
- Fara út að labba með hundinn.
- Leika við naggrís fjölskyldunnar eða annað gæludýr.
- Farðu út að labba í rólegri rigningu. Vertu í pollagalla og finndu fyrir veðrinu.
- Spila einhverja íþrótt.
- Heimsækja einhvern.
- Fara í sturtu.
- Hringja í vin/vinkonu.
- Senda vin/vinkonu skilaboð.
- Fara að versla og kaupa eitthvað handa sjálfum þér.
- Fara í nudd.
- Fara út með teikniblokk og teikna eitthvað.
- Fara út í körfubolta.
- Fara út með krít og kríta eitthvað á stétt fyrir utan.
- Knúsa einhvern.
- Ráða krossgátu eða einhverjar þrautir.
- Föndra eitthvað skemmtilegt.
- Settu uppáhalds tónlistina þína í gang og dansaðu eins og vitleysingur.
- Gera við eitthvað sem er bilað.
- Spilaðu leik í símanum þínum (eða tvo eða þrjá).
- Farðu í göngu út í skóg, fjall eða í kringum eitthvað vatn.
- Prjóna eða hekla.
- Horfa á fugla í garðinum.
- Setja á mig gott krem og maska.
- Búðu til lagalista á Spotify eða annarri tónlistarveitu.
- Búa til te, heitt kakó - eða heilsudrykk.
- Þvoðu andlitið með þvottapoka og köldu vatni.
- Skoða gamlar myndir og rifja upp góðar minningar.
- Fara á kaffihús.
- Segja einhverjum sögu.
- Skipta um á rúminu.
- Hlusta á náttúruhljóð í símanum eða rólega tónlist - nota heyrnartól eða tengja við hátalara.
- Fáðu þér eitthvað hollt snarl.
- Skrifaðu í dagbókina þína.
- Elda uppáhaldsmatinn þinn.
- Taka ljósmyndir.
- Ef þú átt ekki dagbók gætir þú byrjað hana. Þú þarft bara nokkrar auðar blaðsíður eða tölvu.
- Leggðu þig.
- Farðu í langt róandi bað, kveiktu á kertum.
- Settu á þig heyrnartól og hlustaðu á uppáhalds tónlistina þína með augun lokuð.
- Finnið alla vega fimm atriði til viðbótar...
Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að hugsa um hvern einasta hlut akkúrat núna. Þetta er bara listi til að þú byrjir einhversstaðar. Þú getur alltaf rifjað upp listann eða bætt á hann.
Hvað finnst þér um að prófa eitthvað eitt á listanum núna? Þegar þú gerir eitthvað gott fyrir sjálfan þig líður þér betur og þú gætir haft orku til að gera aðra hluti. Sérstaklega ef þú gerir það með núvitund og tekur eftir því sem gerist í líkamanum, finnur fyrir tilfinningunni þegar húðin snertir baðvatnið eða mjúkan feld dýrsins. Þú gætir orðið hvíld/ur eftir þetta.
Ef þú prófaðir: Hvernig líður þér núna. Þú getur notað þín eigin orð eða einhver af þessum: Nokkuð góð/ur:
- Hræðilega
- Ekki illa
- Allt í lagi
- Líður mjög vel í dag
- Eins hamingjusöm/samur og hægt er að vera
- Döpur/apur
- Reið/ur
- Pirruð/aður
- Frábærlega