Hér að neðan er listi af smáforritum sem eru róandi og þroskandi.  Þau eru flest á ensku og sum kosta eitthvað.  Þau geta verið gagnleg þó ekki sé neitt greitt, þá er samt opin aðgangur að mörgum ólíkum köflum þess.

Fluidity
Þetta smáforrit grípur athyglina, gott að nota þegar barnið þarf að róa sig niður.

Calm
Í þessu smáforriti má finna hugleiðsluæfingar fyrir börn. Kostar ca 50 dollara á ári.
Þar er hægt að hlusta á svefnsögur, hugleiðslur skiptar eftir aldri (3-4, 5-6, 7-10, 11-13, 14-17), einnig allskonar lög og náttúruhljóð.

Headspace
Ýmsar góðar hugleiðslur fyrir börn frá aldrinum 3-5, 6-8, og 9-12 ára.

Mindfulness for Children
Hugleiðsla, náttúruhljóð og ró fyrir svefn.

Positive Penguins
Hægt að nota til að hjálpa barninu að skilja tilfinningar sínar betur. Það velur þá tilfinningu sem það telur best eiga við og svo hjálpar smáforritið barninu að skilja afhverju því líður þannig í nokkrum skrefum.
Kostar 0,62 evrur

Children's Bedtime Meditations for Sleep & Calm
Hægt að hlusta á 6 hugleiðslur fyrir svefn. Einnig er boðið upp á mjög margar fleiri hugleiðslur gegn gjaldi.
Fyrir aldurinn 6-12 ára.

Stop, Breathe and Think: Meditation and Mindfulness
Smáforrit sem býður upp á hugleiðslur og ýmsar aðrar æfingar sem þjálfar bjargráð - auðveldar barninu  að takast á við lífið. Í þessu smáforriti er að finna einhverjar æfingar fyrir börn.

Recolor Coloring Book
Hægt er að lita og beita þannig núvitund. Í þessu smáforriti eru allskonar myndir sem barnið getur litað. Hægt að lita þrjár myndir á dag. Eitthvað um auglýsingar.

Tangram Master
Allskonar gátur og æfingar þar sem barnið þarf að einbeita sér til að leysa. Örvar heilann í vandamálalausn.

Blox
Leikur þar sem á að losa út litaða kassa með því að senda eins litaðan kassa á þann kassa sem er næstur. Einfaldur leikur.

Mekorama
Rólegur leikur þar sem krúttlegu vélmenni er stýrt um þægilegt umhverfi. Engin sérstök keppni og mjög þægileg tónlist. Þó þarf að hugsa og finna lausnir sem felast í umhverfi vélmennisins.

Relaxing Wood Puzzle
Rólegur og þægilegur leikur þar sem allskonar formum er raðað eftir því hvar það passar.

Audible
Hægt að hlusta á allskonar sögur.

Storytell
Hægt að hlusta á allskonar sögur.

Monument Valley
Þægilegur leikur þar sem sögupersónunni er stýrt um allskonar umhverfi. Róandi tónlist er undir.

Hidden Pictures Puzzle Town – Kids Learning Games
Allskonar leikir, gátur og æfingar fyrir börn. Þægileg tónlist og örvandi efni.

Orðagull
Smáforritið Orðagull miðar að því að styrkja orðaforða, vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu og máltjáningu nemenda. Allt eru þetta mikilvægir undirstöðuþættir máls og læsis. Gengið er út frá því að smáforritið henti elstu börnum í leikskóla og börnum á yngsta stigi grunnskóla. Einnig getur það nýst eldri nemendum, sem og nemendum sem eru að læra íslensku sem annað tungumál.

Georg og félagar
Georg og félagar eru mættir til leiks í fræðandi og skemmtilegum leik. Lærðu alla 32 íslensku bókstafina og tölustafi frá 1-10 á skemmtilegan og gagnvirkan hátt. Hvaða hlutur eða dýr eiga hvaða staf? Kanntu að telja upp í á 10? Smelltu þig í gegnum leikinn og sjáðu hvernig orðin lifna við. Það er leikur að læra með Georg og félögum.

Georg og leikirnir
Georg og félagar eru mættir aftur til leiks í sínu öðru smáforriti. Leiktu þér með Georg og vinum hans og lærðu að telja, reikna og þekkja íslensku smápeningana.
Smáforritið inniheldur 5 leiki sem allir hafa það að markmiði að vera bæði skemmtilegir og fræðandi fyrir yngstu kynslóðina.

Georg og klukkan
Georg og félagar eru mættir aftur til leiks í sínu þriðja smáforriti. Í þetta sinn kenna Georg og félagar á klukku.Smáforritið inniheldur kennslu, æfingar og leiki fyrir alla sem vilja læra og æfa sig á klukku.

Leikum og lærum með hljóðin

Animal Puzzle
Mismunandi púsluspil með mismunandi tegundum dýra.

Savanna
Mismunandi púsluspil og teikningar sem hægt er að lita af dýrum. Hægt er að hlusta á hljóð dýranna og skoða hluti í bakgrunni.

Sprotarnir
Sprota-smáforritið er endalaus uppspretta af skemmtun og fróðleik fyrir krakka á öllum aldri. Þar getur þú leyst þrautir, hlustað á sögur, stafað orð, æft þig í umferðarreglunum, litað myndir, leikið á hljóðfæri, fræðst um það hvernig maður fer vel með peningana sína og ótal margt fleira.

Innipúkinn í umferðinni
Allir ungir vegfarendur þekkja orðið námsefnið um Krakkana í Kátugötu. Vinirnir Doddi og Matthildur hafa farið í umferðarskólann og eru dugleg að fara eftir umferðarreglunum. Í þessum leik, sem ætlaður er börnum á aldrinum 5 – 10 ára, kenna þau vini sínum Innipúkanum hvernig á að haga sér í umferðinni.

BookTraps
Barnið getur búið til sína eigin sögu með sínum eigin myndum og gert úr því bók.