Það er mikilvægt atriði í allri vináttuþjálfun að þjálfa barnið í að standa með sér. Stundum getur verið gott að sleppa einhverju, setja sjálfan sig á hliðarlínuna og fylgjast bara með (t.d. þegar mikið drama kemur upp í hópnum) og stundum þarf maður að huga að eigin þörfum og rétti. Hér að neðan eru atriði sem gott er að ræða hvert og eitt við barnið og þá hvort það stendur með sér að þessu leyti.

Gott er að ræða hvort barnið þurfi að muna þessi atriði í kringum ákveðna vini fremur en aðra.