Yfirgefa sig eða standa með sér?
Þjálfum tilfinningarlegan sveigjanleika í lífinu með þessu verkefni.
Tilfinningar eru allskonar og það er mjög mannlegt að upplifa bæði jákvæðar og erfiðar tilfinningar. Þetta eru allt saman tilfinningar. Það er okkur eðlislægt að vilja flýja ýmsar “krefjandi” tilfinningar og láta jafnvel eins og þær séu ekki til staðar.
Rannsóknir sýna hins vegar að það er hjálplegra ef við leyfum okkur bara að upplifa það sem við erum að upplifa. Við stöndum þannig betur með okkur sjálfum. Við verðum einlægari og heiðarlegri gagnvart sjálfum okkur. Þá samþykkjum við lífið eins og það er og lærum að sveigja okkur með því - og tökum stjórn þegar þess þarf. Tilfinningar verða nefnilega alltaf allskonar, það er hluti af hinu mannlega ástandi.
Leiðbeiningar:
Skoðið myndirnar með unglingnum. Komið mögulega með dæmi frá ykkur sjálfum um einhverjar þeirra og eigið samtal um það. Spyrjið unglinginn hvort hann kannist við eða eigi sjálfur slík dæmi. Lykillinn er að hlusta og fá unglinginn til að skoða þetta hjá sjálfum sér af forvitni án þess að dæma.
Hægt er að finna myndina á pdf sniði hér að neðan.