Stundum festumst við í erfiðum hugsunum og tilfinningum. Margir foreldrar leita leiða til að aðstoða barnið sinn út úr slíkri líðan. Ein leið sem hægt er að nota eru svokallaðar fjarlægðarleiðir (diffusion). Þá er barnið þjálfað í að taka eftir erfiðum hugsunum og mynda fjarlægð á þær. Þegar við festumst í holu með erfiðri líðan og hugsanirnar hreinlega taka okkur yfir er svo miklu erfiðara að berjast við þær. Þegar við myndum fjarlægð verðum við ekki jafn föst í erfiðum hugsunum og tilfinningum. 

Almennt séð ætti markmiðið aldrei að vera að losna við erfiðar hugsanir - það er ekki hægt, þær eru hluti af lífinu. 

Við reynum frekar að minnka áhrif þeirra á okkur og ná betur að brjótast frá þeim.

Ef við gætum raunverulega valið, þá myndum við líklega ekki velja sumar af þeim hugsunum sem við fáum. Það virkar sjaldan að reyna að losna við hugsunina. Prófaðu að reyna að hugsa ekki um bleikan fíl í 30 sekúndur. Hvað gerist?

Þegar okkur líður illa og erum að fást við krefjandi hugsanir eins og vonleysi eða niðurrif getur verið gagnlegt að æfa okkur í aðferðum sem gefa okkur fjarlægð frá þeim í stað þess að falla alveg ofan í þær, rífast við þær eða setja inn aðra hugsun. Þetta geta verið kvíðahugsanir, vonleysishugsanir, samanburðarhugsanir, sjálfsefahugsanir og fleira. 

Hér að neðan er verkefni með gagnlegum æfingum til að mynda þessa fjarlægð.

En fyrst er hér myndband sem útskýrir þessa leið vel: