Það óhjákvæmilegt að ágreiningur komi upp í lífi okkar allra. Öll börn hafa gott af því að eignast verkfæri til að nýta í slíkum aðstæðum þar sem þau:

  • Standa með sér.
  • Æfa einnig að taka tillit til annarra.
  • Æfa sig í að segja fyrirgefðu þegar það á við.
  • Læra að finna millileið í sátt.

Allt sem börn læra í uppvexti um félagsfærni styður við öll fullorðinsárin. Leiðir til að leysa ágreining er þar efst á list. Slík þjálfun gerir okkur hæfari sem fullorðna til að takast á við samskipti í vináttu, rómantískum ástarsamböndum, á vinnustað, í húsfélaginu, félagsstörfum og öðrum aðstæðum. Leggjum því sérstaka áherslu á félagsfærniþjálfun barna - hér verður rætt um leiðir til að leysa ágreining.

Ræðið við barnið um hvernig ágreiningi það lendir oftast í við vini sína. Ræðið einnig við barnið um að það sé eðlilegt að ágreiningur komi upp en það sé gott að hafa nokkur ráð í pokahorninu um hvernig maður getur tekist á við hann.

Notið umræðupunktana hér að neðan. Það getur tekið tíma að ræða hvert og eitt atriði, útskýra hvað sum orð þýða og taka dæmi. En samtalið skiptir máli og það þarf ekki að vera of langt - oft er betra að endurtaka oftar. Mörg önnur atriði geta skipt máli en ef barnið lærir þessi sem hér eru rædd þá er það vel í sveit sett þegar kemur að því að gera sitt besta í að leysa ágreining þegar hann kemur upp: