Hugsanaskráning er gott verkfæri til að hjálpa okkur að takast á við tilfinningar okkar.

Markmiðið er að grípa hugsanir í aðstæðum þar sem við upplifum tilfinningar eins og t.d. kvíða eða reiði. Með skráningunni gefst okkur tækifæri á að átta okkur betur á tilfinningum okkar, í hvaða aðstæðum við megum búast við þeim og hvernig þær lýsa sér. Það er grunnurinn sem þarf til að geta unnið úr þeim. 

  • Prentið út skráninguna og farið yfir hana daglega næstu 7 daga.
  • Ræðið tilfinningar og styrkleika þeirra, líkamleg einkenni og hugsanir. Þá er einnig hægt að ræða hvaða hegðun kom upp, hvernig brugðist var við tilfinningunni.
  • Þessa æfingu má nota fyrir börn en einnig góð fyrir foreldra.

Rannsóknir sýna að því yngri sem börn eru, því erfiðara getur það orðið að vinna með hugræna þáttinn í verkefnum. Það gæti því verið hjálplegra að leggja meiri áherslu á góða tilfinningafræðslu, búa til tilfinningaskrímsli til að aðskilja tilfinningavanda frá barni og spyrja spurninga sem svipa til hugsanaskráningarinnar í samtali.  

Gott getur verið að nota tilfinningamælin eða önnur verkefni sem tengjast því að uppgötva tilfinningar með þessu verkefni.