Hugsanaskráning
Stundum finnum við fyrir erfiðum eða skrítnum tilfinningum og við vitum ekki alveg hvernig á að bregðast við þeim. Þá getur verið gott að kynnast tilfinningum sínum aðeins betur, skilja þær, geta lýst þeim, talað um þær og svona oftast vitað hvað á að gera við þær.
- Prentið út verkefnið og setjist niður fyrir kvöldmat í 7 daga.
- Skoðið þær tilfinningar sem koma yfir daginn, hvað hugsuðu þið á meðan tilfinningin varði og hvernig brugðust þið við tilfinningunni.
- Skráið niður í hugsanaskrána.
- Ræðið hver tilfinningin var, hvað hugsuðuð þið á meðan hún varði og hvernig brugðust þið við tilfinningunni?
Þetta er kjörin æfing fyrir foreldra að gera líka.