Stundum finnum við fyrir erfiðum eða skrítnum tilfinningum og við vitum ekki alveg hvernig á að bregðast við þeim.  Þá getur verið gott að kynnast tilfinningum sínum aðeins betur, skilja þær, geta lýst þeim, talað um þær og svona oftast vitað hvað á að gera við þær.

Taktu þér stuttan tíma daglega í eina viku (gott að setja áminningu í símann). Veldu atvik úr deginum þegar þú fannst tilfinningu og skráðu niður hverjar aðstæðurnar voru, hvað þú varst að hugsa, hvernig þér leið og hvað þú gerðir/hvernig þú brást við. Ef þú getur ekki fyllt út alla dálkana í hvert sinn er það allt í lagi. Flestum finnst þetta erfitt til að byrja með.

Þetta er kjörin æfing fyrir foreldra að gera líka.