Þetta er hugleiðsla sem var þróuð fyrir langa löngu og er til í ýmsum útfærslum fyrir bæði fullorðna og börn. Hún er hefur verið mikið rannsökuð og hjálpar okkur til dæmis að slaka betur á og líða betur - finna meira þakklæti, ró, gleði og ánægju. Mikilvægt er að foreldrar prófi líka.

Byrjið á að skoða listann hér að neðan. Barnið þarf að velja sér nokkrar setningar (helst allar fjórar) af listanum og/eða búa sér til sínar eigin setningar. Næst leggst barnið niður eða situr í þægilegri stöðu og lokar augunum.

Segðu við barnið: „andaðu nokkrum sinnum djúpt inn um nefið og út um munninn. Andaðu svo áfram eins og þér þykir þægilegt. Hugsaðu um setningarnar” - (farðu með setningarnar sem þið völduð nokkrum sinnum með smá hléi - minntu barnið á að anda þægilega og rólega). „Prófaðu nú að anda áfram rólega og segðu nú setningarnar sjálf/ur í huganum (bíddu svo í smá tíma). Þegar þú ert tilbúin máttu opna augun.”

Mundu að oft þarf að æfa þetta nokkrum sinnum. Það er allt í lagi þó hugurinn reiki og aðrar hugsanir komi í hugann. Það er bara eðlilegt en þá er bara að beina huganum aftur að þeim hugsunum sem barnið valdi.

Listinn:

  • Megi ég finna hugrekki og þakklæti í dag.
  • Megi ég finna ró inn í mér.
  • Megi mér líða vel.
  • Megi ég...

Einnig er hægt að prenta úr æfinguna "Andrými til samkenndar" hér að neðan.