Hugmyndir að mismunandi hjálplegum ráðum

Bjargráð er það sem við gerum þegar við þurfum að leysa vanda, takast á við tilfinningar og leysa vandamál. Það er gott að eiga nokkur góð bjargráð í bankanum sem auðvelt er að grípa til.

Verkefninu hér á eftir er ætlað að hjálpa til að finna hugmyndir að ýmisskonar bargráðum.  Fylltu út verkefnaskjalið, en hér fyrir neðan má nálgast það á PDF sniði. Verkefnið gengur alltaf betur ef foreldri fyllir það líka út fyrir sjálfa/n sig.

Nokkur dæmi:

  • Skrifaðu nokkrar hugmyndir að bjargráðum sem geta verið róandi, til dæmis jóga, öndun eða hlusta á róandi tónlist.
  • Stundum þurfum við að breyta því hvernig við hugsum um það sem er að gerast. Þá reynum við að finna hjálplegra sjálfsstal eins og til dæmis: “Þetta er allt í lagi, mér líður illa akkúrat núna en það mun líða hjá.
  • Orkukrefjandi æfingar geta verið æfingar eins og til dæmis að dansa með tónlist stillta hátt eða fara í góðan göngutúr.
  • Að gera eitthvað skemmtilegt getur verið hvað sem er sem þér eða barninu þykir skemmtilegt eins og að horfa á mynd, föndra, baka köku eða spila tölvuleik.
  • Stundum þarf maður hreinlega að tala við einhvern. Þá er gott að hugsa um hverja maður vill velja helst þegar maður þarf þess.

Þegar þú hefur fyllt inn í verkefnið skaltu hengja það upp á vegg á góðan stað og hjálpa barninu að æfa sig í að nota bjargráðin þegar því líður illa.