Félagsfærnisögur
Félagsfærnisögur hafa lengi verið notaðar fyrir yngri aldurshópa til að hjálpa þeim að ná betri tökum á félagslegum aðstæðum. Foreldri les þær fyrir þau og svo er sagan rædd. Hér eru þrjár slíkar.
Hægt er að nota þessar sögur til að fá hugmyndir að sögum sem þið búið til sjálf. Þjónustuaðilar leikskóla og grunnskóla geta svo bent á fleiri slíkar ef þörf er á að nýta þetta úrræði meira.
Einnig er hægt að nota bækur sem þegar er verið að lesa fyrir barnið. Þá er hægt að ræða aðstæður og atburði sem hafa að gera með að setja sig í spor annarra og skilja líðan annarra. Við getum rætt hvernig viðkomandi líður - hvað er hann að hugsa og hvað get ég gert.
Dæmi um aðstæður sem hægt er að ræða:
- Vinur dettur af hjóli og meiðir sig.
- Vinur skilur ekki eitthvað sem verið er að tala um í skólanum og aðrir stríða honum.
- Vini er strítt í í þróttum því hann gat ekki gert einhverja æfingu.
- Vinur er veikur heima og getur ekki komið í skólann og hitt vini.
- Einhver er nýr í skólanum.
- Þegar einhver er skilin út undan.