Það getur verið gott að þjálfa tilfinningagreind snemma hjá börnum. Fyrst um sinn eiga þau erfiðara með hugræna þáttinn en í staðinn er hægt að kenna þeim að þekkja aðeins tilfinningar sínar og átta sig á styrk þeirra. Gott er að búa til öruggt umhverfi fyrir barnið til að ræða tilfinningar sínar og foreldrarnir geta hlustað á barnið tala. 

Þetta verkefni inniheldur hitamæli fyrir tilfinningar. Hitamælirinn er notaður til að meta hvers eðlis tilfinningin er og styrkleika hennar-  er hún MIKIL eða lítil?  

 Þetta hjálpar til við samtal foreldra og barns í aðstæðum sem vekja upp sterkar tilfinningar eins og kvíða. Þá er hægt að fylgjast með kvíðanum og sjá hvernig tilfinningin líður alltaf hjá á endanum. 

Byrjað er á að skoða hvar á hitamælinum barnið upplifir líðan sína vera og svo er reynt að finna tilfinninguna sem passar best. Á myndinni eru nokkrar tilfinningar til að hjálpa við það en einnig er hægt að nota tilfinningakortið og tilfinningahjólið.

Hér er ein gerð svona tilfinningamælis - hér að neðan getur þú prentað út þrjár tegundir.