Neteinelti

Neteinelti er stríðni sem er framin vísvitandi af einstaklingi eða hópi endurtekið yfir tímabil, með rafrænum samskiptamiðlum, gegn öðrum einstaklingi. Nú, þegar við höfum öll stöðugan aðgang að netinu er neteinelti stærra vandamál en það var áður. Það getur verið erfitt að glíma við neteinelti því þeir sem leggja aðra í einelti á netinu geta skýlt sér á bak við nafnleynd. Því þarf að passa hvað er sett inn á netið.

En hvað er þá til ráða?  SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni hefur tekið saman efni um neteinelti og hvernig á að bregðast við neteinelti.

Fræðsluefni SAFT um neteinelti