Hjálplegt sjálfstal
Sjálfstal er samtal sem einstaklingur á við sjálfan sig upphátt eða í hljóði í þeim tilgangi að hvetja sig áfram, hugga sig eða sýna sér væntumþykju eða jafnvel til að bæta ákveðna færni. Jákvætt og hjálplegt sjálfstal eykur trú á eigin getu og getur haft áhrif á líðan okkar og hegðun. Með æfingu getur jákvætt sjálfstal bætt líðan og styrkt sjálfsmynd okkar.
Það er gott að æfa setningarnar á hverjum degi í eina viku öðru hvoru. Það er einnig hægt að búa til sínar eigin setningar. Sjálfstalið má nota hvenær sem er, bæði þegar okkur líður vel og illa. Ef við æfum sjálfstalið þegar okkur líður vel þá verður auðveldara að nota það þegar okkur líður illa.
Foreldrar þurfa líka að skoða sitt hjálplega sjálfstal. Takið dæmi um hjálplegt sjálfstal sem þið notuðuð sem börn þegar þið hjálpið barninu ykkar að finna sitt.
Hugmyndir um hjálplegt sjálfstal:
- Ég er klár.
- Ég á það skilið að líða vel.
- Hæfileikar mínir eru margir og ég er alltaf að uppgötva nýja.
- Hugsanir eru bara hugsanir - stundum eru þær bara ekki réttar.
- Ég reyni alltaf að gera mitt besta en skil að stundum gengur það og stundum ekki.
- Ég er ekki fullkomin og mun aldrei verða það.
- Það er í lagi að skipta um skoðun.
- Tilfinningar mínar eru bara tilfinningar, ekkert til að hræðast.
- Ég neita að láta útlitið skilgreina hver ég er sem manneskja.
- Ég get notað bjargráðin mín og komist í gegnum þetta.
- Það er allt í lagi að líða stundum illa - það er mannlegt og eðlilegt.
Dettur þér eitthvað fleira í hug? Skrifið ykkar eigin lista og endurgerið hann reglulega eða eftir þörfum.
Hér fyrir neðan er æfing sem hjálpar barninu þínu að æfa þetta betur og finna hjálplegt sjálfstal sem passar fyrir það.