Kjarninn í núvitund er að vita hvað maður er að gera um leið og maður er að gera það. Að vera meðvitaður um það sem er að gerast innra með manni og í kringum mann og veita því vakandi athygli með mildi, yfirvegun og opnum huga. Að vera til staðar í eigin lífi á meðan það er að gerast.

Við getum öll þjálfað okkur í núvitund. Við búum yfir þessum eiginleika við upphaf lífsgöngunnar en höfum náð misvel að hlúa að núvitundinni og þurfum mismikið að hafa fyrir því að halda henni við og rækta hana.

Núvitund er svo róandi og gefur strax af sér. Þess vegna leggjum við áherslu á þessa verkfærakistu. Við hvetjum foreldra til að prófa með börnum sínum.  Hér til hægri eru æfingar sem auðvelt er að hlusta á og æfa núvitund.

Hér bæklingur með ýmsum einföldum núvitndaræfingum sem nýttar eru í skólastarfi, en auðvelt er að nota heima líka:  Einfaldar núvitundaræfingar

Einföld og góð myndbönd um núvitund:

Hér er myndband sem sýnir ágætlega áhrif öndunar í núvitund:

Anda og telja

Akkerið

Að (s)kanna líkamann

Að horfa á hljóð og hugsanir

Velvild til þín og annarra

Andrými

Stutt hugleiðsla - grunntenging

Stutt hugleiðsla - öndun

Örstutt hugleiðsla - öndun

Líkamsvitund