Hugsanir og tilfinningar
Það styrkir sjálfsmynd að átta sig á tengslum tilfinninga og hugsana.
Þegar okkur líður ekki nógu vel, erum við oft spurð að því af hverju við séum reið eða kvíðin. Þá svörum við yfirleitt með því sem við vorum að hugsa eða finnst um aðstæðurnar t.d. ,,ég er reið af því að mér finnst þú aldrei hlusta á mig” eða ég er leið af því að ,,ég er aldrei valin í íþróttum”. Stundum vitum við ekki af hverju okkur líður illa.
Við hegðum okkur oftast í samræmi við hvernig okkur líður eða hvað okkur finnst um aðstæður. Ef ég held að mamma mín hafi ekki áhuga á því sem ég hef að segja, þá sleppi ég því sennilega að segja henni það. Ef ég er reiður við bróður minn, fer ég sennilega að rífast við hann.
Það getur því verið gott að átta sig á þessu þrennu, hugsunum okkar og hvernig þær hafa áhrif á tilfinningar og svo hvernig þetta mótar hegðun okkar.
Sjálfsþekking er grunnurinn að geðheilbrigði.
Myndbandið hér að neðan lýsir þessu afskaplega vel:
Myndband frá Stöndum saman – félagi um geðfræðslu