Gagnrýnin hugsun
Við getum ekki stýrt öllum þeim mismunandi samfélagsöflum sem dynja á börnum okkar og móta sjálfsmynd þeirra. Við stoppum ekki Instagram, Youtube og tölvuleikina. En við getum styrkt sjálfsmynd barnanna okkar, þannig taka þau sjálf betur á móti þessum áhrifum.
Ein leiðin er að kenna þeim að hugsa á gagnrýnin hátt um samfélag sitt. Þessi verkefni gagnast bæði heima við og í skólanum og koma frá Jóhanni Björnssyni heimspekingi. Þau eru tilvalin til að nota á rigningardögum, ferðalögum eða rólegum samverustundum fjölskyldurnar.