Þegar barnið þitt vill ekki deila vinum með öðrum

Það er ekki óalgengt að þetta komi upp en mikilvægt er að reyna að takast á við þetta svo barnið þitt geri þetta ekki að vana og festist í svona sýn á vináttu. Ef barnið þitt eignast góðan vin þá er það ekki alltaf merki um höfnun ef sá vinur vill líka leika við aðra. Besti vinur að eilífu er ekki endilega það besta og mikilvægasta á þessum árum. Það skiptir máli að eiga nokkra kjölfestuvini (vini sem hægt er að leita til og stóla á) en það skiptir ekki öllu máli að eiga einn besta vin ofar öllum öðrum. Þetta er tíminn sem börn eru að læra á vináttuna og læra að máta sig saman.

Ræddu þetta við barnið og sýndu að þú skiljir að það vilji hafa einn vin fyrir sig og engan annan. Reyndu að fá barnið til að tjá sig aðeins um þetta – af hverju þeim líður svona, fá meiri upplýsingar. Færðu þig svo í að reyna að útskýra af hverju þetta getur komið þeim í vanda – það að vilja halda vin bara fyrir sig er eins og að vera Kolkrabbavinur. Það eru vinir sem enda oft á að hrekja vini frá sér. Ef þú kreistir of fast þá missir þú það sem þú ert að reyna að halda.

Stundum fæðast svona viðhorf gagnvart vinum úr úr hópum sem eru óöryggir og dramatískir. Þá er eðlilegt að barnið reyni að leysa úr því óöryggi með svona aðferðum. Það getur verið erfitt fyrir foreldra að stýra þeirri stemmingu og fer það eftir öðrum foreldrum hvort hægt sé að eiga það samtal en þú getur alltaf notað samtal um þetta til að reyna alla vega að hreyfa við þínu barni og koma því frá svona hegðun. Það styrkir þau bara til lengri tíma því barnið þitt á eftir að ferðast í gegnum lífið og tengjast alls konar hópum á öðrum skólastigum og vinnustöðum. Þá skiptir máli að geta verið sveigjanlegur.

Reyndu að hvetja barnið þitt til að vingast við vini vinarins – sýna sveigjanleika og tala við þig um tilfinningar sem koma upp þegar barnið þitt reynir að æfa sig eins og afbrýðissemi/stjórnsemi svo hægt sé að takast á við þær beint.
Færa inn fleiri vini ef bara þrír eru saman – stækka hringinn og minnka spennuna.

 

Byggt að hluta á grein eftir barnasálfræðinginn Phyllis L. Fagell.