Ég er meira en bara útlitið!

Það er mikilvægt að við séum öll meðvituð um það að við erum meira en bara útlitið. Þetta er æfing í að skoða betur hvað það gæti verið.

Markmiðið með verkefninu er að kynnast betur barninu og kortleggja betur sjálfsmynd þess. Verkefnið getur einnig ýtt undir betri líkamsímynd með því að opna augu barnsins fyrir hinum ýmsu styrkleikum sem það hefur.

Leiðbeiningar: Barnið teiknar heildarmynd af sér á pappír. Það þarf ekki að vera nákvæm mynd, þess vegna þeirra útgáfa af Óla prik. Næst skrifar barnið inn á pappírinn svörin við eftirfarandi spurningum: Foreldrið eða kennarinn leiðbeinir barninu með því t.d. að taka fyrir ákveðinn líkamspart í einu.

A: Hvað getur líkaminn þinn gert sem þú ert ánægð/ur með? Hvað finnst þér vera gott við þig og líkama þinn?

Dæmi:

  • Með eyrunum get ég hlustað vel á vini mína og kennarann minn.
  • Með höndunum get ég gripið bolta, skrifað vel, dansað.
  • Með munninum mínum get ég sungið vel, lesið hratt, sagt brandara.
  • Ég er með fallegt hár, stór augu, sterkar fætur, flottar tennur.
  • Með fótunum get ég sparkað í bolta, dansað, hlaupið hratt, hopppað hátt.

B: Hvaða góða kosti hefur þú? Hvað finnst vinum þínum og fjölskyldu? Hvernig vinur ertu?

Ekki halda aftur af þér þegar þú svarar þessu. Mörgum finnst þeir vera að monta sig þegar þeir svara svona spurningum en það er samt nauðsynlegt að gera það.

 

Hverjir eru helstu hæfileikar þínir? Hvernig hefur þú notað þá undanfarna mánuði?

Þegar þú sérð myndir af frægu fólki eða fólki sem þig langar að líkjast (t.d. á samfélagsmiðlum og tónlistarmyndböndum) skaltu muna að það sem sést ekki á myndinni eru þessir eiginleikar. Hugsaðu nú um þá eiginleika sem einkenna þig og sjást ekki á mynd. Eiginleika sem þú ert stolt/ur af eins og sérstakir hæfileikar, ýmislegt sem þú getur og kannt, persónueinkenni og fleira. Hverjir eru þeir?

Bæta við - hvenær ertu helst að bera þig saman við aðra? Hvað af ofangreindu gæti verið mikilvægt að hafa í huga þegar þú byrjar á að bera þig saman við aðra? Dæmi: Allir eru ólíkir, Ég ætla að vera ánægð með mig. Líkaminn minn er minn, engin á hann nema ég. Ég ætla að standa með honum.