Hvað er trúverðugt eða ótrúverðugt, satt eða ósatt, hverju ertu sammála eða ósammála?

Gögn: Eftirfarandi fullyrðingar og spurningar.
Markmið: Að mynda sér skoðun, færa rök fyrir skoðun sinni og gera sér grein fyrir þekkingarfræðilegum erfiðleikum.

Lýsing:

Þátttakendur svara eftirfarandi spurningum:

Er hann örugglega að segja satt?

Það hefur enginn sýnt fram á að Lárus sé að ljúga Þess vegna hlýtur hann að vera að segja satt.

Satt eða ósatt?

En hvað um drauga?

Það hefur enginn sýnt fram á að draugar séu ekki til Þess vegna hljóta þeir að vera til.

Satt eða ósatt?

Fjarheilun auglýst

Er heilarinn traustsins verður?

Reyndur heilari býður upp á fjarheilun .Þú getur haft það notalegt heima á meðan heilarinn vinnur verk sitt fyrir aðeins 4000 krónur í hvert skipti. Hringdu núna.

Trúverðugt eða ekki trúverðugt?

Að sjá drauga.

Jóna hefur búið í húsinu í tíu ár og er fyrst núna farin að verða vör við drauga. Þess vegna hlýtur þetta að vera ímyndun hjá henni.

Rétt eða rangt?

Hvað um ástand prófessorsins?

Sævar prófessor gerði að eigin mati merkilega uppgötvun í vísindum á meðan hann var undir áhrifum ofskynjunarefnisins LSD. Er ástæða til þess að draga þessa uppgötvun í efa?

Já eða nei?