Kynnumst tilfinningum okkar betur.  Finnið til litla bók til að skrifa í eða laus blöð og setjist niður fyrir kvöldmat í 7 daga. Skoðið tilfinningahjólið og skrifið niður þær tilfinningar sem þið hafið upplifað þann daginn.

Þetta er kjörin æfing fyrir foreldra að gera líka.  Ræðið orðin, skýrið þau sem barnið hefur ekki heyrt áður og takið dæmi. Finnið orðin sem helst passa við upplifanir þann daginn. Ræðið hjólið og skoðið hvernig sum líðan getur verið svipuð en samt ólík.