Hvað gerum við í því?

Öll höfum við upplifað að vera strítt vegna útlits eða horft upp á aðra lenda í því. Stundum gerist þetta í skólanum eða hreinlega bara heima (þegar mamma og pabbi horfa á eitthvað í sjónvarpinu kannski?)

Verkefnið snýst um að efla samkennd gagnvart stríðni um útlit.[1]
Ef barnið þitt hefur verið að lenda í stríðni um útlit er hægt að kenna því að segja frá, svara í húmor, labba í burtu eða að standa með sjálfu sér.

Skrifaðu niður tvö mismunandi dæmi um þetta. Þetta getur verið eitthvað sem fólk hefur sagt við þig eða eitthvað sem þú hefur séð í skólanum, sjónvarpinu eða á netinu. Við hvort dæmi skaltu líka skrifa niður hvernig manneskjunni sem er strítt líður vegna stríðninnar. Hvernig bregst hún við? Hvað hugsar hún eða hvernig líður henni?

Skrifaðu svo hugmyndir um hvernig er best að takast á við stríðni vegna útlits.

  • Hvaða reglur væri hægt að setja til að stoppa svona stríðni?
  • Hvað geta þeir sem verða vitni að stríðni gert?
  • Hvað geta vinir gert til að sýna öðrum að stríðni vegna útlits sé ekki í lagi?
  • Hverjum gætir þú sagt frá ef þér væri strítt?

  • [1] Unnið að hluta úr “Happy Being Me” - Susan Paxton. Birt með leyfi.