Fáðu barnið til að skreyta stein og skrifa orð sem stendur fyrir samkennd á hann. Það gæti til dæmis verið hlýja, ró, öryggi, værð, jafnvægi, kærleikur og léttir.

Einnig er hægt að nota eitthvað tákn eða mynd eins og hjarta. Ræðið svo um það hvar þið viljið geyma steininn og hvernig hægt er að nota hann þegar manni líður illa eða þarf smá ró í sig. Til dæmis er hægt að halda fast utan um hann og hlusta á andardráttinn.