Hér að neðan er listi af smáforritum sem eru róandi og þroskandi.  Þau eru flest á ensku og sum kosta eitthvað.  Þau geta verið gagnleg þó ekki sé neitt greitt, þá er samt opin aðgangur að mörgum ólíkum köflum þess.

Fluidity
Þetta smáforrit grípur athyglina, gott að nota þegar barnið þarf að róa sig niður.

Calm
Eru með hugleiðslur fyrir börn. Kostar ca 50 dollara á ári.
Þar er hægt að hlusta á svefnsögur, hugleiðslur skiptar eftir aldri (3-4, 5-6, 7-10, 11-13, 14-17), allskonar lög og náttúruhljóð.

Headspace
Ýmsar góðar hugleiðslur fyrir börn frá aldrinum 3-5, 6-8, og 9-12 ára.

Mindfulness for Children
Hugleiðsla, náttúruhljóð og fyrir svefn.

Positive Penguins
Hægt að nota til að hjálpa barninu að skilja tilfinningar sínar betur. Það velur þá tilfinningu sem það telur best eiga við og svo hjálpar appið barninu að skilja afhverju því líður þannig í nokkrum skrefum.
Kostar 0,62 evrur

Children's Bedtime Meditations for Sleep & Calm
Hægt að hlusta á 6 hugleiðslur fyrir svefn. Einnig er boðið upp á mjög margar fleiri hugleiðslur gegn gjaldi.
Fyrir aldurinn 6-12 ára

Stop, Breathe and Think: Meditation and Mindfulness
Smáforrit sem býður upp á hugleiðslur og ýmsar aðrar æfingar til að takast á við lífið. Í þessu smáforriti er að finna einhverjar æfingar fyrir börn.

Recolor Coloring Book
Hægt er að lita og æfa þannig núvitund. Í þessu smáforriti eru allskonar myndir sem barnið getur litað. Hægt að lita þrjár myndir á dag. Eitthvað um auglýsingar.

Tangram Master
Allskonar gátur og æfingar þar sem barnið þarf að einbeita sér til að leysa. Örvar heilann í vandamálalausn.

Blox
Leikur þar sem á að losa út litaða kassa með því að senda eins litaðan kassa á þann kassa sem er næstur. Einfaldur leikur.

Mekorama
Rólegur leikur þar sem krúttlegu vélmenni er stýrt um þægilegt umhverfi. Engin sérstök keppni og mjög þægileg tónlist. Þó þarf að hugsa og finna lausnir sem felast í umhverfi vélmennisins.

Relaxing Wood Puzzle
Rólegur og þægilegur leikur þar sem allskonar formum er raðað eftir því hvar það passar.

Audible
Hægt að hlusta á allskonar sögur.

Storytell
Hægt að hlusta á allskonar sögur.

Monument Valley
Þægilegur leikur þar sem sögupersónunni er stýrt um allskonar umhverfi. Róandi tónlist er undir.

BookTraps
Barnið getur búið til sína eigin sögu með sínum eigin myndum og gert úr því bók.

Sudoku
Smáforrit til að æfa sig í Sudoku, barnið fær aðstoð ef það þarf á því að halda.

Chess - Play & Learn
Smáforrit til að kenna þér mannganginn í tafli, æfa færnina og leysa mismunandi áskoranir.

Evernote
Smáforrit sem hjálpar þér að geyma öll verkefni, skjöl, lista, vefsíður, myndir og fleira. Sameinar það yfir öll tæki sem þú átt. Þá hefur þú aðgang að öllu sem þú átt á öllum tækjum. Frítt smáforrit.

Instructables
Flott smáforrit til fyrir þá sem elska að skapa og búa til. Hægt að búa til hvað sem er, fá innblástur, leiðbeiningar og aðstoð frá öðrum við verkefnin.  Frítt.

Pandora
Útvarpsstöð á netinu. Smáforrit sem leyfir þér að streyma tónlist frítt, finna nýja artista eftir hvernig tegund af tónlist þú vilt hlusta á.

Sketchbook Pro
Smáforrit til að teikna, lita og mála eða skapa allskonar list. Fullt af verkfærum í boði og hægt að geyma verkin. Frítt

Hakitzu Elite: Robot Hackers
Spilaðu vélmenna-bardaga-leik á meðan þú lærir að kóða. Allskonar mission í boði og kennir grundvallaratriðin í JavaScript í leiðinni. Hægt að spila einn og með öðrum.

Khan Academy
Allskonar frí kennsla fyrir næstum því hvað sem er. Er fyrir iPad. Skref fyrir skref leiðbeiningar fyrir 150.000 æfingar. Flott hjálp fyrir heimavinnu en er á ensku.

Magisto
Með þessu smáforriti er hægt að klippa til og laga myndbönd. Það er hægt að bæta við tónlist, búa til skyggnisýningu og allskonar mismunandi "effecta". Frítt.