Indiánahöfðingi var að tala við sonarson sinn um líðan sína. Hann sagði “Mér líður eins og það séu tveir úlfar að berjast í hjarta mínu. Einn úlfurinn er reiður, pirraður og hefnigjarn. Hinn er ástríkur og fullur af samkennd og skilningi.” Sonarsonurinn spurði hann “Hvor úlfurinn mun vinna bardagann í hjarta þínu?” Afinn svaraði: Sá sem ég gef meira að borða.

Hugurinn elskar að segja sögur - í raun stoppar hann aldrei. Sögurnar flæða áfram og snúast þær um fólk sem við hittum, aðstæður sem við lendum í og svo auðvitað okkur sjálf. Útgangspunkturinn í öllum þessum sögum eru túlkanir okkar á aðstæðum, þessar túlkanir gerum við sjálf og eru þær misgagnlegar og nákvæmar. Því miður eru margar þessar sögur mjög krefjandi og ótengdar raunveruleikanum. 

Kjarni þeirra eru hinar og þessar hugsanir eins og “líf mitt er ömurlegt”, “ég er ekki nóg”, “ég get þetta ekki”, “mér mun mistakast”, “engum líkar við mig” osfrv. Í raun er þetta skiljanlegt. Hugur okkar þróaðist á þennan hátt og sumar rannsóknir hafa sýnt að um 80% hugsana okkar hafa einhverskonar neikvætt innihald. Við stjórnum ekki þessum hugsunum og hvort þær koma eða ekki. Ef við tökum þessum sögum eins og þær koma þá sjáum við hvernig þær geta ýtt undir depurð, kvíða og lágt sjálfsmat, sjálfsefa og óöryggi. Því er mikilvægt að átta sig á sögunum og skapa fjarlægð á þær.

Leiðbeiningar:

  • Skoðaðu nú aðeins sögurnar með unglingnum sem hann segir sjálfum sér. 
  • Hvernig saga eða sögur spilast hjá oft honum sem eru ekki hjálplegar í lífinu?
  • Fara í gang ákveðnar sögur þegar hann upplifir óöryggi, kvíða eða depurð?  Kvíðasagan?  Ég get ekkert sagan?  Eða ég er svo ljót sagan?
  • Kenndu barninu svo að einfaldlega merkja sögurnar þegar þær koma upp "nú spilast kvíðasagan - ég tek eftir því að kvíðasagan er komin í gang - ég leyfi henni að spilast en þarf ekki að taka mark á henni".