Stundum getur það gerst að vinur þinn eða þú sjálf/ur talið illa um líkama ykkar eða annarra. Þegar við tölum illa um útlit okkar eða annarra þá er það kallað “niðurrif”. [1]
  Niðurrif þýðir að við rífum eitthvað niður, gerum lítið úr einhverju á oft ósanngjarnan hátt.  Niðurrif getur stundum orðið ansi slæmt og ýkt.  Þá er það sem sagt er ekki í tengslum við það sem í raun er rétt og satt.

Hér að neðan eru raunveruleg dæmi um svona niðurrif:

  • Ég er ekki ánægð með magann minn - hann er ömurlegur og allt of mjúkur.
  • Nei það er ekkert að maganum þínum en minn er hræðilegur!
  • Nefið mitt er of stórt og ljótt.
  • Ég vildi að ég væri með öðruvísi hár.
  • Ég ætla að byrja í ræktinni og fá six-pack - ég er hallærislegur svona.
  • Þetta er ekki sanngjarnt! Bróðir minn er miklu betur byggður en ég.
  • Það sökkar að vera lágvaxinn, ég get ekki beðið eftir að verða hærri.
  • Sjáðu hvað þessi er sæt (en ég ljót).
  • Guð hvað maðurinn er feitur og ljótur.
  • Augun á mér eru allt of lítil - og svo er of stutt bil á milli þeirra.

Veltið nú fyrir ykkur spurningunum hér að neðan:

Ertu með fleiri dæmi um útlitsniðurrif sem þú hefur sagt eða heyrt aðra segja?

Hver heldur þú að séu stærstu vandamálin sem fylgja niðurrifi?

Hvernig líður manneskju sem dettur í svona niðurrif? Hvernig líður hinum sem hlusta á það?

Hvernig líður þér þegar þú heyrir aðra tala illa um fólk og útlit þess?

Hvað getur þú sagt við sjálfa/n þig eða vini þína þegar niðurrif fer af stað? Gott er að velta þessu vel fyrir sér og taka sér tíma í að svara.

Gerðu samning við vini þína eða foreldra:

  • Við ætlum ekki að tala illa um líkama okkar og útlit.
  • Við ætlum að stoppa niðurrifstal annarra ef við getum. Við getum til dæmis notað hugmyndirnar sem koma úr svörunum hér að ofan til þess.

  • [1] Unnið að hluta úr “Happy Being Me” - Susan Paxton. Birt með leyfi.