Viltu prófa líkamshugleiðslu og auka líkamsvitund?

Hér getur þú æft þig í að auka líkamsvitundina. Í líkamshugleiðslu er farið með athyglina um mismunandi líkamshluta, og þjálfað í að taka eftir líkamlegum skynjunum.

Þessi æfing er til þess fallin að þjálfa athyglina í að taka eftir því sem er að eiga sér stað í líkamanum og læra að beina athyglinni endurtekið tilbaka þegar hún reikar í burtu frá líkamlegum skynjunum.  Mundu að það er í eðli hugans að reika.  (Hugleiðsluæfingarnar hér eru ekki til þess að hætta að hugsa, slaka á eða ná fram einhverju ástandi).  Í þessari hugleiðslu getur þú æft þig í að þjálfa athyglina, auka líkamsvitund og taka eftir eðli hugans.  Einnig lærir þú að beina athyglinni tilbaka í núið, að öndun eða líkamlegum skynjunum.  Það kemur sér vel í lífinu að auka líkamsvitund og læra að hlusta á skilaboð líkamans, og í kjölfarið getur þú svo lært að slaka á ef þér finnst spennustig líkamans orðið of mikið.  Góða skemmtun!