Fjölmiðlamyndir - hvað er gert við þær?

Í þessu verkefni ætlum við að skoða hvað gerist þegar við berum okkur saman við aðra.[1]

Hvað er samanburður:

Horfum á þessi myndbönd:

Það er tvennt sem skiptir máli að muna:

  1. Myndir á miðlum eru ekki raunverulegar.
  2. Samanburður er ekki sanngjarn.

Hugsaðu nú til myndbandanna sem við horfðum á áðan.

  • Hvaða trix eða aðferðir eru notaðar til að búa til myndir í fjölmiðlum?
  • Hugsaðu um hvað gerist bæði fyrir og eftir að myndin hefur verið tekin.
  • Af hverju ætli myndum sé breytt svona oft og mikið?

Ef vinur þinn fer að tala um frægt fólk og að honum eða henni langi til að vera eins. Hvað myndir þú geta sagt? Hvað gætir þú sagt við sjálfa/n þig ef þig fer að langa til að vera eins og t.d. einhver í tónlistarmyndbandi?


  • [1] Unnið að hluta úr “Happy Being Me” - Susan Paxton. Birt með leyfi.