Við stöndum daglega frammi fyrir því að þurfa að taka ýmsar ákvarðanir. Oft snúast þessar daglegu ákvarðanir um lítil og léttvæg mál en stundum er vandinn flóknari. Oft er óljóst hvað gera skal. Þá getur verið sniðugt að kortleggja vandann og mögulega lausnir og skoða svo kosti og galla við hverja lausn. Stundum er ein lausnin að breyta engu. Þessi æfing er einföld en getur samt verið mjög gagnleg. Þegar við setjumst niður og kortleggjum vandann þá æfum við okkur í að finna lausnir á yfirvegaðri hátt.

Æfinguna má sækja á PDF sniði með því að smella á hnappinn hér að neðan.