Erfiðar hugsanir og tilfinningar: Laufin
Þessi aðferð er önnur leið sem hægt er að nota til að takast á við erfiðar hugsanir og erfiðar tilfinningar. Við æfum okkur í hjálplegri fjarlægð við þær með að ímynda okkur að erfiðar hugsanir og tilfinningar fljóti fram hjá okkur á laufblaði. Þetta getur verið erfitt fyrst en er oft mjög hjálplegt þegar við reynum að æfa okkur í að festast ekki í óhjálplegum og oft ósönnum hugsunum. Þessi æfing hjálpar okkur að taka bara eftir.
Erfiðar tilfinningar eru hluti af lífinu eins og erfiðar hugsanir og við þurfum að læra að takast á við þær og passa að þær ráði ekki yfir hegðun okkar.
Þetta myndband útskýrir þetta vel:
Hér að neðan er svo æfingin sjálf sem hægt er að prenta út.