Við erum öll mannleg

Teiknið tré með allavega tíu laufblöðum (má líka vera blóm). Finnið svo um það bil 10 tilfinningaorð og algengar hugsanir og skrifið þau inn í laufblöðin - eitt orð í hvert laufblað. Þetta mega vera bæði róandi hugsanir, erfiðar hugsanir og alls konar tilfinningar.

Ræðið svo þetta sammannlega - hvernig það sem stendur í laufblöðunum gerir okkur öll mannleg og tengir okkur. Þegar við skiljum það þá erum við ekki jafn gagnrýnin við okkur sjálf.

Teikning:

Náið í blað og gefðu barninu nokkrar mínútur til að teikna mynd af sér. Næst skaltu biðja barnið um að teikna fleiri á myndina. Það gæti verið vinir og fjölskylda. Þegar það er búið er gott að horfa á myndina og tala um það sem þið eigið sameignlegt og að það sé það sem tengir okkur.

Til dæmis að:

  • Finna stundum erfiðar tilfinningar eins og reiði, leiða, dapurleika og pirring.
  • Upplifa gleði, tilhlökkun og spenning.
  • Eiga erfitt með að vakna á morgnanna.
  • Vera þreytt/ur.
  • Gleyma sér þegar maður gerir eitthvað skemmtilegt.
  • Gera mistök.
  • Vera stundum kvíðin.

Þegar við skiljum betur að aðrir upplifa það sama og við þá er auðveldara að skilja eigin tilfinningar og hafa þolinmæði fyrir þeim.