Í þessu verkefni vinnum við með barninu að því að skoða hvernig góður vinur er og hvernig slæmur vinur er. Gott er að beina samtalinu að því að barnið skoði bæði sjálft sig og aðra.

Ræðið vel og vandlega - takið dæmi af ykkur sjálfum og munið að setja þetta alltaf upp á þann hátt að allir þurfi að æfa sig í og læra vináttufærni. Við viljum forðast það að barnið stimpli sig á einhvern hátt sem slæma manneskju þó það þurfi að æfa sig.

Góður vinur, slæmur vinur - sækja sem PDF

Góð vinátta, satt eða ósatt - sækja sem PDF