Hvernig dæmum við aðra?
Útvíkkum skynjunina
Foreldraæfing fyrst:
Það getur haft áhrif á okkar eigin líkamsímynd ef við breytum því hvernig við dæmum aðra. Þessi æfing er sáraeinföld og oft mjög áhugaverð. Hún snýst um að mæta fólki hér og þar á förnum vegi og taka eftir því sem okkur finnst aðlaðandi, fallegt og sjarmerandi við það. Við færum fókusinn frá því að dæma, en það er eitthvað sem við gerum flest meira en við áttum okkur á. Það sem gerist er að þín eigin líkamsímynd styrkist. Ef þú minnkar gagnrýni á aðra þá breytist hvernig þú horfir á sjálfa/n þig.
Þetta er æfing sem er þess virði að prófa þó a) þér finnist þú ekki eiga við neitt vandamál að stríða þegar kemur að líkamsímynd eða b) þér finnist þú ekki hugsa eins harkalega um útlit annarra en þitt eigið, finnist þú alltaf vera mest gagnrýnin á sjálfa þig.
Prófaðu þetta í eina viku og ræddu þetta svo við barnið þitt.
Látum barnið æfa sig.
Það er hægt að hafa æfinguna stutta (ferð í matvöruverslunina eða bíó) eða lengri (allan skóladaginn).
Segðu við barnið: „Nú skulum við prófa að senda fallegar hugsanir til annarra. Horfðu á þá sem verða á vegi þínum og sjáðu eitthvað fallegt og heillandi við hvern og einn. Segðu svo í huganum: „þú ert með falleg augu“, „þú ert með fallega húð“ o.s.frv. Það er allt í lagi að gleyma sér og muna ekki að segja þetta í huganum við alla.
Spurðu svo barnið í lokin: „hvað sérðu svo fallegt við þig í dag?“