Gögn: Valkostir sem fylgja hér að neðan
Markmið: Að vega og meta ólíka kosti sem standa manni til boða áður en ákvörðun er tekin, samræða.

Lýsing:

Í lífinu stendur maður iðulega frammi fyrir ýmsum valkostum. Oftar en ekki kemur það fyrir að allir kostirnir eru slæmir og þá er að finna út hver sé sá skásti. Þessari æfingu er ætlað að fá þátttakendur til að standa frammi fyrir erfiðu vali, vega og meta kosti og ókosti og taka afstöðu. Gefnir eru ýmist upp tveir eða þrír valkostir og velja þátttakendur einn af þeim og rökstyðja afstöðu sína.

1. Myndir þú vilja villast í

 1. frumskógi?
 2. eyðimörk?
 3. píramída?

2. Myndir þú vilja vera

 1. gáfuðust/gáfaðastur í heimi?
 2. fyndnust/fyndnastur í heimi?
 3. fallegust/fallegastur í heimi?

3. Myndir þú vilja skipta um líf við

 1. kött?
 2. hest?
 3. fugl?

4. Myndir þú vilja missa

 1. minnið?
 2. vini þína?
 3. fjölskyldu þína?

5. Hvaða ofurkraft myndir þú vilja hafa?

 1. Geta minnkað þig og stækkað að vild
 2. Vera gríðarlega sterk(ur)
 3. Geta orðið ósýnileg(ur)

6. Ef þú mættir aldrei framar nota eitt af eftirtöldu hvað myndi það að vera?

 1. Vélknúin ökutæki, s s bílar og vélhjól
 2. Tölvur
 3. Flugvélar

7. Hvort myndir þú vilja

 1. finna vonda lykt af öðrum alla þína ævi?
 2. finna ekki vonda lykt af öðrum en að aðrir fyndu alltaf vonda lykt af þér?

8. Hvort myndir þú vilja

 1. vera rík(ur) og eiga maka sem elskar þig ekki?
 2. vera fátæk(ur) og eiga maka sem elskar þig?

Í framhaldi af þessum æfingum geta þátttakendur sjálfir búið til sín eigin dæmi og lagt fyrir aðra.