Gögn: Átján setningar sem fylgja hér að neðan Rautt spjald og grænt spjald.
Markmið: Að meta og taka afstöðu til þess hvað er mikilvægt og hvað síður mikilvægt í skóla- starfi, samræður.

Lýsing:

Leiðbeinandi er með tvö spjöld, annað grænt og hitt rautt fyrir framan sig. Hann biður einn þátttakanda í senn að velja sér tvær tölur á bilinu 1–18. Á bak við tölurnar eru setningar sem eru lýsandi fyrir ýmsa þætti skólastarfs sem þátttakendur vita ekki hverjir eru þegar þeir velja tölurnar. Gott er að hafa setningarnar útprentaðar og klipptar niður:

 1. Læra að reikna.
 2. Upplifa ýmislegt.
 3. Fá góðar einkunnir á prófum.
 4. Tileinka sér skapandi og gagnrýna hugsun.
 5. Leggja stund á listir (s s myndlist, tónlist, leiklist).
 6. Læra að trúa á guð.
 7. Búa til eitthvað.
 8. Öðlast þekkingu á staðreyndum.
 9. Að snúðar með súkkulaði séu seldir í frímínútum á föstudögum.
 10. Kynnast fólki og eignast vini.
 11. Finna tilgang lífsins.
 12. Takast á við siðferðileg álitamál.
 13. Læra tungumál.
 14. Verða hamingjusöm/hamingjusamur.
 15. Stunda hreyfingu, íþróttir og útivist.
 16. Undirbúa sig undir atvinnulífið.
 17. Rökræða og skiptast á skoðunum.
 18. Ritun.

Fyrsti þátttakandinn velur tvær tölur og metur hvor kosturinn sem tölurnar vísa til skiptir meira máli í skólanum Þátttakandi velur t d 7 og 13 Leiðbeinandi spyr þann sem valdi tölurnar hvort skipti meira máli í skólanum að búa til eitthvað (númer 7) eða læra tungumál (númer 13)

Ef þátttakandi ákveður að númer 7 skipti meira máli en númer 13 þá leggur leiðbeinandi miða með atriði númer 7 á græna spjaldið og atriði númer 13 á rauða spjaldið. Það sem fer á rauða spjaldið er fallið úr leik en þegar búið verður að velja allar tölurnar einu sinni er farin önnur umferð og valið úr það sem fór á græna spjaldið uns eitt atriði stendur eftir sem það mikilvægasta í skólastarfi.

Í síðasta hluta þessa verkefnis mega þátttakendur tilgreina einhver þrjú atriði sem lentu á rauða spjaldinu sem þeir vilja bjarga, þ.e. sem þeir hefðu viljað sjá á græna spjaldinu.

Mikilvægt er að þátttakendur rökstyðji val sitt vel og sjálfsagt er að samræður í hópnum eigi sér stað um hvert val og einnig í lokin þegar búið er að flokka öll efnisatriðin.