Gögn: Myndir af dýrum, blöð, skriffæri.
Markmið: Hugtakagreining.

Lýsing:

Þátttakendum er skipt í hópa. Hver hópur fær nokkrar myndir af dýrum sem leiðbeinandi hefur tekið saman. Allir hópar fá sömu myndirnar.

Hóparnir vinna þar sem þeir geta ekki fylgst með hver hjá öðrum og raða myndunum niður eftir því hvaða dýr er krúttlegast, næst krúttlegast, þriðja krúttlegast o.s.frv. Óskað er eftir því að rökstuðningur fylgi með ákvörðun hópsins og ef um ágreining er að ræða skal gera grein fyrir honum.

Þegar allir hópar hafa lokið störfum sínum koma þeir saman og gera grein fyrir niðurstöðum sínum. Þá kemur í ljós hvort skilningur þátttakenda á hugtakinu krúttlegt sé sambærilegur.

Að endingu er reynt að finna skilgreiningu á hugtakinu krúttlegt í ljósi þeirrar vinnu sem fram fór.

Einnig má útfæra þetta verkefni þannig að hver hópur rannsaki fleiri en eitt sett af myndum, allt eftir því hve mikinn tíma hóparnir hafa.