Hálf-brosum!
Það að hálf-brosa er áhrifarík leið til að minnka streitu og komast inn í núið. Þessi leið hefur undir eins áhrif á heilann og hann breytir strax virkni sinni í kjölfarið. Við verðum léttari, jarðtengdari og betur í stakk búin til að takast á við það sem við nauðsynlega þurfum að gera. Hægt er að nota þessa æfingu í hversdagslífinu og auðvelt er að grípa til hennar. Þegar við hálf-brosum þá brosum við en samt ekki. Munnvikin færast aðeins upp en þó ekki þannig að aðrir myndu segja að við séum að brosa. Mona Lisa er til dæmis að hálf-brosa.
Prófið saman og spjallið um aðstæður þar sem það gæti verið gott að prófa að hálf-brosa. Finnið saman nokkur dæmi, til dæmis félagslegar aðstæður sem eru kvíðvænlegar.
Hér eru dæmi sem eiga bæði við um foreldra og börn.
- Hálf-brostu þegar þú vaknar á morgnana.
- Hálf-brostu þegar þú hefur lítið að gera í dagsins önn og jafnvel leiðist.
- Hálf-brostu þegar þú ert að hlusta á tónlist.
- Hálf-brostu þegar þú ert að slaka á.
- Hálf-brostu þegar þú ert að takast á við eitthvað erfitt - eins og erfið samskipti.
- Hálf-brostu þegar þú ert í bílnum á leiðinni heim eftir vinnu/skóla.
- Hálf-brostu þegar þú ert að versla í matinn.
- Hálf-brostu þegar þú ert á leiðinni á æfingu.