Þó flest börn séu fljót að gleyma þá geta sum börn fest sig í þeirri hegðun að sleppa ekki einhverju sem gerðist mörgum árum áður. Þarna þarf þá oft að stíga inn í og kenna að í lífinu er mikilvægt að geta sleppt og gefið fólki ný tækifæri. Þetta er hæfni sem mun nýtast þeim vel í lífinu almennt eins og á vinnustað, vináttu á fullorðinsárum og svo ástarsamböndum.

Ef barnið þitt virðist oft detta í þennan gír getur verið gott að spyrja spurninga sem ýta undir skilning:

  • Gætu verið einhverjar ástæður aðrar en að vera vondur sem skýra af hverju vinur þinn gerði eða sagði þetta?
  • Ef þetta gerðist bara einu sinni, ef það er líklegt að það gerist ekki aftur og vinurinn baðst afsökunar þá er kannski hægt að fyrirgefa?
  • Ef þetta var slys eða misskilningur þá gæti verið gott að sleppa þessu og halda áfram?
  • Ef þetta gerðist fyrir meira en mánuði og allir virðast vera að halda áfram – þá gæti verið gott að sleppa þessu og gera það líka?

Byggt að hluta á grein eftir barnasálfræðinginn Phyllis L. Fagell.