Gögn: Fullyrðingar, skriffæri.
Markmið: Að mynda sér skoðun, að greina hvað er skynsamlegt og hvað óskynsamlegt, rök- ræða og færa rök fyrir máli sínu.

Lýsing:

Hér á eftir má finna fullyrðingar sem eru misskynsamlegar. Merkja má við hverja fullyrðingu með einum af þremur valkostum, þeir eru sammála, ósammála og?.

Leiðbeinandi velur fullyrðingar sem þátttakendur, ýmist hver fyrir sig eða í smærri hópum lesa og meta hvort þeir eru þeim sammála eða ósammála.

Einnig má taka fyrir sannleiksgildi fullyrðinganna og spyrja hvort þær séu sannar eða ósannar, réttar eða rangar.

Þegar allir hafa lokið við fyrsta hluta verkefnisins, þ e tilgreint hverju þeir eru sammála og hverju ósammála, er óskað eftir að þátttakendur velji þá fullyrðingu sem mætti skilgreina sem mesta bullið.

Þátttakendur greina frá vali sínu á þeirri fullyrðingu sem er mesta bullið og færa rök fyrir vali sínu.

Val þátttakenda borið saman og rökrætt.

Öll lönd eru útlönd – Þú ert að lesa þetta – Ef þú lest þetta kemur heimsendir – Salt og pipar er það sama – Stelpur eru með sítt hár – Allar úlpur eru hlýjar – Allt nammi er óhollt – Það eru allir útlendingar – Sumir hafa aldrei verið hamingjusamir – Það eru til grænar appelsínur – Öllum líður vel á afmælinu sínu – Það finnst öllum gaman í útlöndum – Snjór er skemmtilegur – Allt er lifandi – Ef hnötturinn er kringlóttur verður einhver partur hans að snúa niður þannig að þeir sem búa niðri detta af honum – Grænt hár vekur mikla eftirtekt – Þröng föt eru óþægileg – Lífið er langur draumur – Allir eru öðruvísi – Austur er alltaf til hægri – Einelti er skaðlegt – Lífið er tónlist – Tvíburar eru tveir – Það eru til svartir svanir – Klukkan tifar – Strætó er bíll – Þú ert þú – Pulsur eru betri en pylsur – Hugsaðu nú – Dýr tala – Á kaffitíma á að drekka kaffi – Allir hlæja eins – Lyklakippa er fyrir lykla – Það er ekki líf á öðrum plánetum en Jörðinni – Við erum útlendingar – Það er hægt að kyngja tönnum í svefni – Sebrahestar eru hvítir með svörtum röndum – Allar ömmur eru góðar – Guð er til og hann er góður – Melónutré er til – Málarar eru ekki allir góðir að mála – Öll dýr á jörðinni eru geimverur – Eiturefni eru hættuleg – Það er hægt að vera neikvæður og jákvæður á sama tíma – Hnífar eru beittir – Nammi er gott – Það er skemmtilegast að eiga afmæli á sumrin – Regnboginn er litað ský – Hjól eru með tveimur dekkjum – Einhver hnerrar akkúrat ... núna – Það er ekki til ein sekúnda sem enginn er að tala – Beljur tala á nýársnótt – Allir eiga sjálfa sig – Maður er alltaf á hreyfingu – Menn geta ekki flogið – Kanínur eru algjörar dúllur – Hænur eru með sál – Þú ert að lesa þetta því þú ert forvitin(n) – Maður er kallaður nagli út af því að maður líkist nagla – Skór eru föt – Maður hugsar af því að maður vill hugsa – Lífrænt grænmeti er grænmeti sem á sér líf – Allir eru með hæfileika – Allir heita eitthvað – Það eru til stórir dvergar – Þú blikkar augunum oftar en tvisvar sinnum á mínútu – Bleikt er stelpulitur og blár er strákalitur – Að lesa þetta er heimskulegt – Það er hægt að ferðast aftur í tímann – Það er hægt að vinna og tapa í einu – Heimurinn er endalaus – Það eru geimverur að fylgjast með okkur – Ekkert er eitthvað – Allt deyr á endanum – Það er líf eftir dauðann – Sólin er ekki til – Guð er pabbi minn – Allir eru hræddir við hákarla – Ef mig langar í nammi þá þarf ég að fá mér – Allir eru góðir í einhverju – Allir eru til – Þú stjórnar andardrætti þínum 100% – Fruma er búin til úr frumu – Peningar gera allt – Það er hægt að hósta hljóðlaust – Pennaveski er bara fyrir penna – Það er allt hægt – Þú ert sigurvegari – Ég veit þitt stærsta leyndarmál – Þú ert að hugsa – Þú ert eins og hinir – Ég er að horfa á geimverur í kringum mig því við erum á plánetu í geimnum – Ég er stór í einu landi en lítil(l) í öðru – Olía er bæði góð og slæm – Fólk hefur mismunandi matarsmekk – Það eiga allir einhvern tvífara – Það eiga allir einhvern sem þykir vænt um þá – Það hafa allir álit á einhverjum – Engum finnst sama tónlistin jafn skemmtileg – Allir eru með mismunandi smekk – Það myndu allir skjóta úr byssu ef þeir væru í lífshættu – Ég er ég og þú ert þú þó þú sért líka ég – Allir eru eins á öðruvísi hátt – Þú finnur sömu lykt af blómi og ég – Vinir verða vinir að eilífu – Klukkan er alltaf rétt – Svartur er ekki litur – Regnboginn er brú til himna – Enginn er eins – Hús er orðið hús þegar einhver býr í því – Allir hafa brosað – Þegar maður brosir er maður glaður – Gosi er lygari – Vítahringur er ekki hringur – Ef þú lýgur en segir síðan eftir á að þú hafir verið að ljúga þá sagðir þú satt – Þú getur verið viss um að þú sért að lesa þetta – Þegar fólk hugsar, sér það myndir í huganum – Allt er náttúrulegt – Allir fá heimþrá – Ef allir eru bestir þá er enginn bestur – Það er enginn kappleikur án keppenda – Allir elska alla – Allir eru gáfaðir – Allir geta flogið – Fyrst skapaði guð Adam. Hann horfði á hann frá toppi til táar og sagði: Ég hlýt að geta gert betur en þetta. Þá skapaði hann Evu – Ég geispa og þá geispar þú – Það eru allir mismunandi á litinn – Ástin særir og styrkir um leið – Þú ert ein(n) í heiminum og allir aðrir eru ímyndun – Peningar eru betri en ást – Dvergar eru menn en menn eru ekki dvergar – Maðurinn er heimskur – Fólk gæti ekki breytt um svip ef það væri ekki með enni – Himinninn er ekki bara blár – Skápar leiða inn í annan heim – Myndavélar teikna ljósmyndir – Dýraofbeldi er óþarfi – Rétt er ekki rangt – Strokleður stroka ekki út stafi heldur gera þá ósýnilega – Það eru til ósýnilegir hlutir – Það sem maður sér ekki veit maður ekki að er til – Allir hafa hlegið – Barbie er dúkka sem býr í húsi sem er í húsi – Sálin er til – Einstein var klikkaður – Þegar kennarinn segir hljóð eiga allir að hafa læti – Snigill er sterkasta dýrið því hann ber húsið sitt – Alla dreymir í svart hvítu – Þögn er hljóð – Það er hægt að synda til Ástralíu – Núna er lítill karl sem heitir Halldór að ganga niðri í bæ – Það sem þú lest er alltaf satt – Ég er í framtíðinni.