Í þessari æfingu ætlum við að æfa betra viðmót gagnvart okkur sjálfum.

Segðu við barnið: ,,Manstu hvernig þér líður oft betur þegar einhver faðmar þig?” Í þessari æfingu ætlum við að æfa okkur í að faðma okkur sjálf. Þá minnir þú þig á hversu vænt þér þykir um þig og aðra. Það geta allir notað svona faðmlag til að róa sig niður og til að líða betur.

Þetta er einföld æfing en mjög öflug. Það eru til nokkrar útgáfur og hér lýsum við þremur:

  1. Settu höndina á hjartastað og mögulega hina höndina yfir. Færðu hana rólega til og finndu hvað gerist. Sjáðu hvernig krakkarnir á myndunum gera þetta.
  2. Taktu utan um þig eins og stelpan á myndinni er að gera. Lokaðu augunum og leyfðu hlýjunni að streyma frá þér til þín.
  3. Settu þumalfingurinn á hægri hendi inn í lófann á vinstri hendi. Strjúktu lófann og finndu hvað það er róandi. Þetta er hægt að gera í skólanum, á æfingu eða hvar sem er og enginn tekur eftir því.

Finndu rónna og hlýjuna streyma frá þér - til þín. Reyndu að finna tilfinninguna sem kemur og er oft í takt við gleði, ró, öryggi, hlýju, létti, værð, jafnvægi og kærleika. Þegar við gerum þetta þá erum við að samþykkja að við megum vera eins og við erum.

Einnig er hægt að prenta út æfinguna "Róandi snerting hér að neðan".