Í þessari æfingu þarf barnið að finna ýmsar heilbrigðar leiðir til að dreifa huganum þegar því líður illa. Stundum þarf að grípa í það ráð til dæmis þegar maður bíður eftir einhverju eða hefur reynt ýmislegt annað. Í verkefninu er listi sem gott er að skoða til að fá hugmyndir og þar er hægt að bæta sínum eigin hugmyndum við. Sumum börnum finnst gott að eiga listann útprentaðan til að minna sig á þegar þess þarf, en það er hægt að prenta út þessa æfingu með því að smella á hnappinn neðst á síðunn.

Æfing: Dreifa huganum

Byrjum á að svara þessum spurningum. Skrifum svörin niður á blað.

  1. Hvenær þarftu helst að dreifa huganum? Dæmi: Vinkona eða vinur getur ekki leikið, eg er lasin heima, mér líður illa með eitthvað sem ég get samt ekkert gert í, er að bíða eftir einhverju sem mig hlakkar mikið til.
  2. Hvað er það sem þú hefur hingað til gert til að dreifa huganum (jákvætt og neikvætt)?
  3. Hvað er það sem þú getur gert undanfarna daga til að dreifa huganum þegar þú hefur þurft þess?

Dæmi um leiðir til að dreifa huganum á jákvæðan hátt. Bætið við ykkar eigin:

  • Farðu í göngutúr og taktu eftir hljóðum í kringum þig
  • Farðu út að hjóla í 20 mín
  • Farðu í göngutúr og finndu fallegasta garðinn í kringum þig
  • Búðu til stuttmynd í símanum/spjaldinu
  • Farðu í göngutúr í 5 mínútur
  • Skrifaðu sögu
  • Farðu í göngutúr og finndu leynihús eða göngustíg
  • Farðu út með flugdreka/frisbídisk eða annað sumardót
  • Púslaðu púsl
  • Gerðu planka í 3x45 sekúndur
  • Farðu í göngutúr og finndu þrjár kisur
  • Farðu í sjómann við sjálfan þig…. Djók dragðu annan
  • Farðu út með stílabók og skrifaðu niður hvaða dýr / skordýr þú sérð
  • Farðu á bókasafnið og skoðaðu bækurnar þar
  • Farðu upp í skóla og spurðu hvort þú megir vera með í því sem krakkarnir eru að gera
  • Fáðu e-n með þér í singstar/just dance
  • Taktu til í drasl skúffunni þinni
  • Farðu niður í fjöru að tína skeljar eða skoða krabba
  • Farðu yfir eina skúffu eða skáp og raðaðu aftur fötunum þínum
  • Hringdu í ömmu eða afa og gáðu hvort hún/hann nenni í sund
  • Farðu út að búa til snjókarl (ef það er ekki snjór farðu þá út að hjóla)
  • Búðu um rúmið og dragðu frá gluggunum
  • Farðu í luminosity appið og taktu þrjá leiki
  • Farðu í sund
  • Farðu út á hjólabretti eða með sippuband eða bolta
  • Prófaðu að sitja einn hring í strætó
  • Farðu út að æfa að halda fótbolta á lofti
  • Raðaðu í dúkkuhús/petshop/barbiehús (ok hjá litlu systur/bróður líka)
  • Gerðu kókoskúlur
  • Perlaðu glasamottur (getur séð uppskriftir á hamabeads.com)