Í þessari æfingu þarf barnið að finna ýmsar heilbrigðar leiðir til að dreifa huganum þegar því líður illa. Stundum þarf að grípa í það ráð til dæmis þegar maður bíður eftir einhverju eða hefur reynt ýmislegt annað. Í verkefninu er listi sem gott er að skoða til að fá hugmyndir og þar er hægt að bæta sínum eigin hugmyndum við. Sumum finnst gott að eiga listann útprentaðan til að minna sig á þegar þess þarf., en það er hægt að prenta út þessa æfingu með því að smella á hnappinn neðst á síðunn.

Æfing: Dreifa huganum

Byrjum á að svara þessum spurningum. Skrifum svörin niður á blað.

 1. Hvenær þarftu helst að dreifa huganum? Dæmi: Vinkona eða vinur lætur ekki ná í sig, ert lasin heima, líður illa með eitthvað sem þú get samt ekkert gert í, ert að bíða eftir einhverju sem mig hlakkar mikið til/eða kvíðir fyrir.
 2. Hvað er það sem þú hefur hingað til gert til að dreifa huganum (jákvætt og neikvætt)?
 3. Hvað er það sem þú getur gert undanfarna daga til að dreifa huganum þegar þú hefur þurft þess?

Þetta er aðferð sem gott er að nota þegar þú hefur reynt allt annað eða hefur ekki tíma eða tækifæri til að reyna eitthvað annað (eins og hugrænar æfingar). Þú þarft að eiga til lista yfir það sem þú getur þá gripið í og notað.

Auka virkni

 • Farðu í göngutúr og taktu eftir hljóðum í kringum þig
 • Farðu í Elliðaárdal
 • Farðu í göngutúr og finndu fallegasta garðinn í kringum þig
 • Farðu í Nauthólsvík
 • Farðu í göngutúr í 5 mínútur
 • Skipulegðu nestisferð með vin í Heiðmörk/Elliðaárdal/Öskjuhlíð …
 • Farðu í göngutúr og finndu leynihús eða göngustíg
 • Finndu e-n til að fara með þér á Víðisstaðatún í Hafnarfirði
 • Farðu í göngutúr og taktu ljósmyndir
 • Finndu e-n til að fara með þér í Skemmtigarðinn í Gufunesi
 • Farðu í göngutúr og finndu þrjár kisur
 • Farðu í bíltúr
 • Farðu í göngutúr og hlustaðu á hressa tónlist
 • Farðu inn á folf.is og finndu frisbigolfvöll, skipulegðu hóphitting
 • Farðu í göngutúr og hlustaðu á hljóðbók
 • Legðu kapal
 • Taktu til í drasl skúffunni þinni
 • Taktu upp prjónið/heklið/útsauminn
 • Farðu yfir eina skúffu eða skáp og raðaðu aftur fötunum þínum
 • Farðu í Nexus
 • Naglalakkaðu þig
 • Smíðaðu módel (fást í Nexus og sennilega í A4)
 • Farðu í luminosity appið og taktu þrjá leiki
 • Farðu út að æfa að halda fótbolta á lofti
 • Farðu í duo lingo og æfðu þig í tungumáli að eigin vali (ef þú hefur enga skoðun veldu þá spænsku)
 • Finndu vin til að fara í fótbolta / ræktina með
 • Lærðu að halda á lofti á youtube (juggling)
 • Farðu á kaffihús og skrifaðu í dagbók eða lestu bók
 • Æfðu að standa á höndum á youtube (yogacrow pose for beginners)
 • Fáðu vin með þér á kaffihús í skák
 • Farðu í golf (þú getur fengið leigt golfdót á golfvöllum)
 • Farðu í bíó
 • Farðu í Heiðmörk í göngutúr og reyndu að tínast
 • Taktu labb niður Laugaveginn að skoða í búðir
 • Farðu inn á tix.is og finndu áhugaverða tónleika/uppistand
 • Farðu inn á midi.is og finndu áhugavert leikrit eða tónleika
 • Kannaðu hvort að það sé íþróttaleikur í kvöld og gerðu plön um að fara
 • Googlaðu sushigerð og kauptu það sem til þarf
 • Skráðu þig á námskeið á vegum Salt eldhús til að læra eitthvað sniðugt í matargerð
 • Skoraðu á pabba / mömmu í skák
 • Lærðu mannganginn í skák
 • Perlaðu glasamottur (getur séð uppskriftir á hamabeads.com)
 • Spilaðu lag á hljóðfæri (eða dragðu annan miða ef þú hefur aldrei lært á hljóðfæri)