Hægt er að hlusta á æfinguna hér að ofan eða lesa hana fyrir barnið:

Í þessari stuttu æfingu sem tekur bara eina mínútu er athyglin á andardrættinum. En fyrst langar mig til að bjóða þér að fara í eigin hugarheim og leyfa öðrum að vera í sínum hugarheimi. Pældu bara í þér en ekki öðrum. Ef þér finnst það notalegt þá geturðu lokað augunum eða horft á einhvern punkt fyrir framan þig. Finndu fyrir líkama þínum þar sem þú situr, fæturnir á gólfinu og taktu eftir því hvernig þú situr í stólnum.

Það sem þú ætlar að gera á þessari mínútu er að telja þegar þú andar að þér og telja upp í tíu. Andar að og telur einn, andar svo aftur að og telur tveir. Þegar þú ert komin upp í 10 þá byrjar þú aftur að telja upp í tíu og svo framvegis. Þú breytir ekki andarættinum þínum neitt, tekur bara eftir því hvernig hann er og svo telurðu hverja innöndun. Þú ræður hvort þú telur á fingrunum eða í huganum.

Ég tek tímann og læt þig vita þegar það er komin ein mínúta.

Þá er ein mínúta komin. Víkkaðu nú út athyglina frá andardrættinum og að umhverfinu þínu.