Þetta er einföld æfing sem hjálpar mörgum börnum að slaka á með því að halda athygli við öndun. Þau nota puttann til að færa sig á milli „horna” og færa hann hægt og rólega á milli. Sumum finnst gaman að ímynda sér að þau séu geimfarar og þurfi að ferðast í kringum alla stjörnuna.

Hægt er að fara eins marga hringi í kringum stjörnuna og manni langar. Foreldrar ættu endilega að prófa líka.

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast PDF skjal með stjörnunni til að prenta út.