Þetta er einföld æfing sem hjálpar mörgum börnum að slaka á með því að halda athygli við öndun - þau þjálfa þá núvitundarhæfni sína. Þau nota puttann til að færa sig á milli „horna” og færa hann hægt og rólega á milli. Sumum finnst gaman að ímynda sér að þau séu geimfarar og þurfi að ferðast í kringum alla stjörnuna.

Hægt er að fara eins marga hringi í kringum stjörnuna og manni langar. Foreldrar ættu endilega að prófa líka.

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast skjal með stjörnunni til að prenta út.

Kjarninn í núvitund er að vita hvað maður er að gera um leið og maður er að gera það. Að vera meðvitaður um það sem er að gerast innra með manni og í kringum mann og veita því vakandi athygli með mildi, yfirvegun og opnum huga. Að vera til staðar í eigin lífi á meðan það er að gerast.

Við getum öll þjálfað okkur í núvitund og þar er andardrátturinn mikilvægasta verkfærið. Við búum yfir þessum eiginleika við upphaf lífsgöngunnar en höfum náð misvel að hlúa að núvitundinni og þurfum mismikið að hafa fyrir því að halda henni við og rækta hana.

Hér er bæklingur með ýmsum einföldum núvitndaræfingum sem nýttar eru í skólastarfi, en auðvelt er að nota heima líka:  Einfaldar núvitundaræfingar

Einföld og góð myndbönd um núvitund:

Hér er myndband sem sýnir ágætlega áhrif öndunar í núvitund: