Að hugsa sér dýr
Gögn: Engin
Markmið: Að hlusta á virkan hátt, safna upplýsingum, spyrja, samstarf, ályktunarhæfni.
Lýsing:
Setið er í hring eða hálfhring. Einn hugsar sér dýr. Farinn er hringur þar sem einn spyr í einu þann sem hugsaði sér dýrið. Sá sem hugsaði sér dýrið má aðeins svara játandi eða neitandi. Smátt og smátt verður hópurinn búinn að safna svo miklum upplýsingum að augljóst ætti að vera um hvaða dýr er að ræða.